Eyjakonur fyrstar til að leggja Val

„Valur og ÍBV mættust í Olísdeild kvenna í handknattleik í Origohöllinni í dag í upphafsleik 11. umferðar. Fyrir leikinn var Valur í efsta sæti með 19 stig eftir 10 leiki en ÍBV í þriðja sæti með fjórtán stig eftir 9 leiki,“ segir á handbolti.is um frábæra byrjun ÍBV í Olísdeildinni á nýju ári sem var fyrst liða til að leggja Val að velli, 29:32.

Eyjakonur voru tíma að koma sér í gang en í háfleik var staðan 15:15. Komust yfir í seinni hálfleik og stóðust pressuna á ótrúlegum lokamínútum.

„Hjá ÍBV varði Marta Wawrzykowska sjö skot. Markahæst var Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir með 14 mörk. Þar næst var Birna Berg Haraldsdóttir með 6 mörk. Elísa Elíasdóttir skoraði fimm mörk sem og Sunna Jónsdóttir. Sara Dröfn Ríkharðsdóttir og Bríet Ómarsdóttir skoruðu 1 mark hver,“ segir á handbolti.is um frammistöðu ÍBV.

Myndina tók Sigfús Gunnar á leik ÍBV og Vals í haust.

Nánar á handbolti.is

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.