„Valur og ÍBV mættust í Olísdeild kvenna í handknattleik í Origohöllinni í dag í upphafsleik 11. umferðar. Fyrir leikinn var Valur í efsta sæti með 19 stig eftir 10 leiki en ÍBV í þriðja sæti með fjórtán stig eftir 9 leiki,“ segir á handbolti.is um frábæra byrjun ÍBV í Olísdeildinni á nýju ári sem var fyrst liða til að leggja Val að velli, 29:32.
Eyjakonur voru tíma að koma sér í gang en í háfleik var staðan 15:15. Komust yfir í seinni hálfleik og stóðust pressuna á ótrúlegum lokamínútum.
„Hjá ÍBV varði Marta Wawrzykowska sjö skot. Markahæst var Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir með 14 mörk. Þar næst var Birna Berg Haraldsdóttir með 6 mörk. Elísa Elíasdóttir skoraði fimm mörk sem og Sunna Jónsdóttir. Sara Dröfn Ríkharðsdóttir og Bríet Ómarsdóttir skoruðu 1 mark hver,“ segir á handbolti.is um frammistöðu ÍBV.
Myndina tók Sigfús Gunnar á leik ÍBV og Vals í haust.
Nánar á handbolti.is
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst