Sunnudagskvöldið 14. október kl. 20:00 efnir Æskulýðsfélag Landakirkju og KFUM & K í Vestmannaeyjum til mikillar tónlistarveislu. Sjálfur Johnny Cash verður heiðraður með flutningi laga hans og munu fjölmargir listamenn koma fram. Leikhúsbandið sér um flutning ásamt Sæþóri Vídó sem bregður sér í hlutverk Cash. Brass tríóið Pípulagnirnar verður einnig á svæðinu Leikhúsbandinu og Sæþóri til halds og trausts.