Við íslendingar eigum mikið undir traustum sjávarútvegi og ábyrgri auðlindanýtingu. Okkur hefur tekist að koma á ágætu jafnvægi á milli nýtingar og verndar þeirra fisktegunda sem að við nýtum. Í sögulegu samhengi er þetta mikilvægt því að ósjálfbærar veiðar voru hér stórt vandamál á árum áður. Með tilkomu kvótakerfisins náðum við stjórn á stífri sjósókn, en töpuðum einhverju líka.
Stefna okkar Vinstri grænna í sjávarútvegsmálum hefur staðið til þess að ná utan það sem tapaðist en standa vörð um sjálfbærni og umhverfisvernd. Það höfum við gert með því að leggja ríka áherslu á aukið eftirliti, verndun hafsvæða og bættri stjórnsýslu í sjávarútvegi. Til lengri tíma er mikilvægt að við Styrkja langtímastefnumótun sem byggir á sjálfbærri nýtingu auðlinda hafsins í sátt við samfélag og umhverfi. Mikilvægast er að við við tryggjum gagnsæi og sanngjarnan aðgang að sameiginlegri auðlind þjóðarinnar, fisknum í sjónum.
Augljósasta dæmið er tilurð strandveiða sem kom til í ríkisstjórnartíðar VG og Samfylkingar, árið 2010. Strandveiðar hafa síðan þá vaxið úr 6000 tonnum í 12.000 tonn nú í sumar. Breytinga er að vænta í sumar sem helst miða að því að jafna hlut strandveiðisjómanna um allt land enda grundvallast strandveiðar á byggðasjónarmiðum og þeirri einföldu sýn að glæða hafnir landsins lífi á nýjan leik.
Á komandi þingvetri mun ég einnig leggja fram frumvörp sem snúa að sjálfbærni, aukinni skilvirkni og gagnsæi í sjávarútvegi sem byggja á vinnu „Auðlindarinnar okkar“. Gagnsæið er þeirra mikilvægast en óhófleg samþjöppun í sjávarútveg og tengdir aðilar hafa breytt ásýnd íslenskra útgerða svo um munar. Það er til mikils að vinna að vinna fyrir okkur öll, útgerð og almenning að burðargrein í íslensku atvinnulífi hafi það sem kallað er „social licence“ og þýðist uppá íslensku sem félagslegt leyfi til ástundunar. Samþykki samfélagsins er lykilatriði til þess að auka traust til útvegsgreina, enda veigamesti hlutinn af því sem tapaðist í kjölfar þess að kvótakerfinu var komið á og framsal aflaheimilda varð að veruleika.
Að því sögðu verður árangur okkar í sjávarútvegi ekki aðskilinn því kerfi sem veitir greininni farborða, sjálfbærri nýtingu sameiginlegrar auðlindar en jafnframt fjárfestingu greinarinnar sjálfrar í nýsköpun og fullvinnslu afurða. Þar er framtíðin.
Í vetur mun ég líka leggja áherslu á langtímaáætlun fyrir sjálfbæran sjávarútveg sem tekur mið af umhverfisvernd og hagkvæmri nýtingu auðlinda.Tillaga til þingsályktunar um verndun hafsins og frumvarp til breytinga á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands varðandi verndarsvæði í hafi bera uppi þá framtíðarsýn, sýn sem að ég tel sameiginlega fyrir flest okkar. Báðar leggja breytingarnar áherslu á aukna verndun hafsins og hafsvæða, sem er í samræmi við alþjóðasamninga og niðurstöður stýrihóps um verndarsvæði í hafi og snýst um verndun líffræðilegrar fjölbreytni í hafinu og sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda, sem, hér eftir sem hingað er grundvallar atriði íslenskum sjávarútvegi.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
Höfundur er matvælaráðherra.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst