Steypstöð Þórs Engilbertssonar, 2Þ, er dag að fara sína fimmtu ferð með steypu austur í Vík í Mýrdal. Steypunni er ætlað að fara í stækkun á Hótel Lunda þar í bæ. – 2Þ fyrirtæki Þórs, reyndist með hagstæðasta verðið á steypunni. – Íblöndunarefnin eru sett í steypubílinn í Eyjum, síðan er siglt til Landeyjahafnar með Herjólfi og ekið austur, tekur aksturinn um fimm kortér.