Fjárhagsáætlun samstæðu Vestmannaeyja 2012 gerir ráð að tekjur verði alls 3.300 milljónir króna og gjöld kr. 3.205 milljónir. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði verður jákvæð upp á 94 milljónir, fjármunatekjur, fjármagnsgjöld, verða 86,4 milljónir. Rekstrarniðurstaða verður jákvæð um 180,7 milljónir og veltufé frá rekstri verður 406,6 milljónir. Afborganir langtímalána eru áætlaðar kr. 121,3 milljónir króna og handbært fé í árslok 3.631 þúsund milljónir.