�?ldu- og veðurspá fyrir næstkomandi föstudaginn er óhagstæð fyrir siglingar til Landeyjahafnar.
Farþegar eru minntir á að þeir sem eiga bókað í ferðir frá Vestmannaeyjum kl.08:30 og 18:30 og frá Landeyjahöfn kl. 12:30 og 19:45 færast sjálfkrafa í ferðir í �?orlákshöfn ef Herjólfur siglir þangað aðrir farþegar þurfa að hafa samband við afgreiðslu Herjólfs og færa sig í aðrar lausar ferðir.
Opnað verður fyrir bókanir í klefa og kojur þegar ákvörðun um það hvort siglt verði til �?orlákshafnar liggur fyrir.
Farþegar eru vinsamlega beðnir að fylgjast með fréttum á herjolfur.is, facebook síðu Herjólfs og síðu 415 í Textavarpi RUV.