Annað kvöld, föstudaginn 13. nóvember verður án efa hlegið dátt í Höllinni í Eyjum þegar grínlandsliðið mætir á staðinn. Pétur Jóhann Sigfússon, Þorsteinn Guðmundsson og Helga Bragadóttir munu þá stíga á svið og flytja allt sitt besta efni. Mikil stemmning er fyrir grínkvöldinu sem gengur undir nafninu Hláturinn lengir lífið. Og verður væntanlega hægt að lengja lífið um allnokkur ár á morgun með því einu að mæta.