Aðeins eitt stig úr tvennu gærdagsins

ÍBV reið ekki feitum hesti frá tvennu gærdagsins þegar bæði karla- og kvennalið ÍBV í handbolta léku heimaleiki. Aðeins eitt stig sat eftir. Frítt var á leikina í boði Ísfélagsins.

Stelpurnar riðu á vaðið kl. 18 þegar þær fengu Valsstúlkur í heimsókn.
ÍBV eiginlega sá aldrei til sólar í leiknum gegn toppliði Vals sem tók öll völd á vellinum frá fyrstu mínútu. Sóknarleikur ÍBV gekk hvorki né rak í fyrri hálfleik og var staðan í hálfleik 7-15.

Síðari hálfleikurinn var svo engu skárri að hálfu Eyjakvenna og endaði leikurinn með 13 marka sigri Vals.

Markahæst í liði ÍBV var Ester Óskarsdóttir með 5 mörk úr 17 tilraunum. Aðrir markaskorarar voru Arna Sif Pálsdóttir – 4, Ásta Björt Júlíusdóttir – 3, Greta Kavaliauskaite – 2, Sandra Dís Sigurðardóttir – 1 og Sunna Jónsdóttir – 1. Guðný Jenný Ásmundsdóttir varði 5 skot og Andea Gunnlaugsdóttir 4 í marki ÍBV.

ÍR stal stigi á loka mínútunni
Að loknum kvennaleiknum fengu strákarnir ÍR í heimsókn í fyrsta leiknum að loknu jóla- og HM fríi. Sömuleiðis var þetta fyrsti leikur strákanna eftir fráfall Kol­beins Arons Arn­ar­son­ar og voru því miklar tilfinningar í leiknum í gærkvöldi.

ÍR-ingar spiluðu mun betur í fyrri hálfleik og leiddu með þremur mörkum þegar gengið var til leikhlés. Eyjamenn voru þó fljótir að vinna upp forrystuna í þeim síðari og tóku eftir það yfirhöndina. Eyjamenn höfðu sigurinn vísann þegar um mínúta var eftir en ÍR-ingum tókst hinsvegar að jafna þegar þrjár sekúndur voru eftir. Lokatölur því 24-24.

Mörk Eyjamanna skiptust á aðeins fimm leikmenn. Markahæstur var Hákon Daði Styrmisson sem átti mjög góðan leik og skoraði 8 mörk. Aðrir markaskorarar voru Kári Kristján Kristjánsson – 5, Dagur Arnarsson – 5, Grétar Þór Eyþórsson – 4 og Kristján Örn Kristjánsson – 2.

Teddi og Sigurbergur ekki meira með?
Eyjamenn léku án tveggja lykilleikmanna þeirra Theodórs Sigurbjörnssonar og Sigurbergs Sveinssonar en þeir voru frá vegna meiðsla.
Erlingur Richardsson þjálfari ÍBV segir, í samtali við mbl.is, líklegt að þeir leiki ekki meira með á þessari leiktíð. „Það er eig­in­lega mjög langt í þá báða, það er bara spurn­ing hvort það verði eitt­hvað á þessu tíma­bili eða ekk­ert. Það þýðir ekk­ert að vera að velta því upp og við höf­um ekk­ert verið að því. Við erum ekk­ert að ræða mikið um það, enda er það hlut­verk okk­ar þjálf­ar­anna að vinna úr því sem við höf­um og virkja fleiri.”

Nýjustu fréttir

Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.