Hún er ekki góð staðan hjá körlunum í ÍBV, fjögur stig í deildinni eftir átta leiki og liðið í neðsta sætinu. Ljósi punkturinn er að Eyjamenn eru taplausir síðustu fjóra leiki og komust í 16 liða úrslitin í bikarnum þar sem þeir mæta Val á Hásteinsvelli klukkan 18.00 í kvöld. Fyrir rúmri viku lauk viðureign liðanna með jafntefli hér heima þar sem Valur skoraði jöfnunarmarkið á lokasekúndunni.
Sigursveinn �?órðarson, formaður ÍBV-íþróttafélags og Dean Martin, aðstoðarþjálfari og leikmaður ÍBV eru sammála um að staðan mætti vera betri og ljóst að Eyjamenn verða ekki í toppbaráttunni í deildinni í sumar. Fjögur jafntefli og örlagamörk í uppbótartíma hafa verið hlutskiptið í sumar. �??�?að eru batamerki í leik liðsins og núna erum við aðeins fjórum leikjum frá bikarmeistaratitli þar sem ævintýrin oft gerast,�?? sagði Sigursveinn þegar hann var beðinn um að meta stöðu Eyjamanna í sumar. �??Við byrjuðum illa í vor en við höfum líka verið óheppnir með þessum mörkum sem við höfum fengið á okkur í blálokin. Okkur hefur ekki gengið nógu vel í deildinni en í dag er það bikarkeppnin sem skiptir máli,�?? sagði Sigursveinn og höfðar til Eyjamanna að fjölmenna á Hásteinsvöll í kvöld.
�??Við vonumst til að fá Hvítu riddarana í lið með okkur í kvöld. �?eir áttu sinn þátt í glæsilegum sigri ÍBV í handboltanum og nú höfðum við til þeirra og annarra stuðningsmanna.�??
Dean tekur undir með honum og segir að ekki þurfi að flytja stemmninguna í handboltanum nema nokkur hundruð metra, úr Íþróttamiðstöðinni niður á Hásteinsvöll. �??�?að er auðvelt að segja að við getum ekkert en stuðningurinn getur skiptir máli. �?að sáum við í handboltanum,�?? sagði Dean sem sér ýmislegt jákvætt í leik liðsins. �??Við áttum möguleika í öllum leikjunum, það féll bara ekki okkar megin. Nú þurfum við ásamt Eyjamönnum öllum að snúa þessu við. �?g þekki það sem leikamaður annarra liða að koma til Eyja. Strax um áramót þegar búið var að raða niður leikjum í Íslandsmótinu fór maður að kvíða fyrir leikjunum í Eyjum. Nú þarf eitthvað að gerast og við verðum að fá fólkið með okkur í slaginn. Lætin i Hvítu riddurunum virkuðu í handboltanum og nú viljum við fá þá til til að draga fleira fólk á völlinn. �?að skiptir leikmenn miklu máli að finna fyrir góðum stuðningi úr stúkunni og hann getur skilað okkur langt í bikarnum.�??
Dean sem komið hefur víða við á knattspyrnuferlinum hér heima og í Englandi hefur ekki unnið bikarkeppni en sér nú tækifæri. �??Leikurinn í kvöld skiptir því miklu máli fyrir mig persónulega og ég eins og strákarnir og Siggi Raggi munum leggja okkur fram um að ná góðum úrslitum og komast í átta liða úrslitin.�??
�??Svo er það KR hér heima á sunnudaginn. Okkur hefur oft gengið vel gegn KR og ég er viss um að nú fer gæfan að snúast okkur í hag. �?essi leikur gæti orðið vendipunkturinn fyrir okkur.�??