Fjórir í einangrun í Eyjum
10. ágúst, 2020

Tveir einstaklingar búsettir í Vestmannaeyjum greindust með staðfest smit af COVID-19 í gær en þeir voru báðir í sóttkví. Eru því samtals fjórir í einangrun og 78 í sóttkví. Einn einstaklingur hefur lokið sóttkví.

Aðgerðastjórn beinir þeim tilmælum til bæjarbúa að gæta vel að eigin smitvörnum og fara eftir fyrirmælum stjórnvalda um sóttvarnir í einu og öllu. Má þar helst nefna tveggja metra regluna. Með því er hægt að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu veirunnar í okkar samfélagi.

Einstaklingum með flensueinkenni er bent á að hafa samband við heilsugæsluna i síma 432-2500 á milli klukkan átta og fjögur en utan þess tíma skal hafa samband við læknavaktina í síma 1700 til að fá tíma í sýnatöku.
F.h. aðgerðastjórnar,
Arndís Bára Ingimarsdóttir, aðgerðastjóri.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.