Til stóð að Þorlákshöfn yrði varahöfn Herjólfs til áramóta en nú hefur Vegagerðin sagt upp samningi vegna aðstöðu þar frá fyrsta september næstkomandi. Vegna eldsumbrota í Eyjafjallajökli mun upphaf siglinga í nýja Landeyjahöfn seinka um að minnsta kosti hálfan mánuð. Þegar Landeyjahöfn verður tekin í notkun lýkur þrjátíu og fjögura ára sögu reglubundinna siglinga Herjólfs milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar.