Árlegir aðventutónleikar Kórs Landakirkju verða í kvöld, fimmtudagskvöld, og hefjast klukkan 20.00.
Tónleikar kórsins á aðventu eru í hugum margra Eyjamanna einn liðurinn í að komast í hið eina sanna jólaskap. Einsöngvarar með kórnum eru Sólveig Unnur Ragnarsdóttir og Jóhannes Freyr Baldursson. Þetta verða fyrstu jólatónleikarnir undir stjórn Kitty Kovács sem tók við stjórninni í haust. Eiginmaður hennar, Balázs Stankowsky, fiðluleikari, kemur einnig fram á tónleikunum. Auk þess ætlar ung stúlka að þreyta þarna frumraun sína sem einsöngvari.