Fréttir birta þarfa og góða úttekt á æfingagjöldum hjá félögum sem eiga lið í Pepsí-deildinni. Það eru þó nokkrir punktar sem að vantar inn í greinina hjá Frétta-mönnum. Fyrir það fyrsta er ekki minnst á að ÍBV-íþróttafélag greiðir allan ferðakostnað yngri flokka í Íslandsmót (reyndar greiðir aðalstjórn ferðakostnað allra flokka félagsins í Íslandsmót). Á þetta er minnst í úttektinni hjá öðrum félögum.