Karlalið ÍBV spilar tvo æfingaleiki gegn Stjörnunni í Eyjum um helgina. Liðin mætast fyrst á morgun, föstudag klukkan 20:00 en síðari leikurinn verður svo á laugardaginn klukkan 16:30. Bæði lið leika í 1. deild í vetur en þarna gefst stuðningsmönnum ÍBV á að sjá liðið fyrir átökin í vetur. Liðið hefur tekið nokkrum breytingum frá því í fyrra.