Karlakór Vestmannnaeyja, verður í fyrsta þættinum í Kóra �?dol þættinum, Kórar Íslands á Stöð tvö á sunnudagskvöldið ásamt þremur öðrum kórum. �?að er mikill spenna í hópnum sem ætlar sér ekkert annað en sigur í keppninni. �?ar geta Eyjamenn lagt kórnum lið í símakosningu sem ræður úrslitum ásamt þriggja manna dómnefnd. �?að eru kórar alls staðar af á landinu sem taka þátt í keppninni sem vafalaust verður mjög spennandi.
�?átturinn verður sýndur á Stöð 2, sunnudaginn 24. september nk. �??Í þáttunum munu tuttugu kórar keppa í beinni útsendingu um titilinn Kór Íslands 2017 og hlýtur sigurvegarinn vegleg verðlaun. Til að geta tekið þátt í keppninni þurfa kórarnir að vera með tíu eða fleiri meðlimi sem allir þurfa að vera 16 ára eða eldri. Kórarnir eru hvaðanæva af landinu og af öllu gerðum. Kosið verður um besta kórinn og eru það áhorfendur sem sjá um það í símakosningu. �?riggja manna dómnefnd verður að auki til staðar en hún er skipuð söngkonunum Kristjönu Stefánsdóttur og Bryndísi Jakobsdóttur og Ara Braga Kárasyni trompetspretthlaupara. Kynnir í þáttunum verður Friðrik Dór Jónsson,�?? segir í tilkynningu frá Stöð 2.
Eyjafréttir ræddu við tvo úr kórnum, Ingólf Jóhannesson og Guðjón Sigtryggsson sem báðir eru spenntir fyrir kvöldinu. �??�?að var auglýst og við sóttum um eftir að hafa rætt þetta í okkar hóp. Við komumst inn og verðum í fyrsta þættinum á sunnudaginn,�?? sagði Guðjón. �??�?að er lagt upp með að hafa fjör og gaman og þar erum við á heimavelli með okkar brásnjalla stjórnanda, �?órhall Barðason.�??
Komist kórinn alla leið í úrslit koma þeir fram í þremur þáttum. �??Annar þátturinn er 29. október, þriðji 5. nóvember og lokaþátturinn 12. nóvember,�?? sagði Ingólfur. �??Kórarnir sem við keppum við eru Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps, Kalmannskórinn Akranesi og Gospelkór Jóns Vídalíns. Tveir karlakórar og tveir samkórar.
Treystum á stuðning Eyjamanna
�?eir segjast enn ekki hafa lagst í rannsóknir á keppinautunum, hver sé þeirra styrkur og veikleikar en það verði gert. �??Við fengum að vita þetta um síðustu mánaðamót og um síðustu helgi kom hingað fólk frá Saga Film til að búa til innslag sem notað verður í þættinum á sunnudaginn. �?að verður sýnt frá æfingu og fleiru. Og nú er það alvaran þar sem við ætlum okkur ekkert nema sigur. �?ar verðum við að stóla á Eyjamenn, að vera duglegir í símakosningunni. �?að skiptir öllu því aðeins einn kór fer áfram í hverjum þætti,�?? sagði Guðjón.
�??Við hlökkum mikið til enda eru allar okkar ferðir skemmtilegar. Í samræmi við það syngjum við �?t í Eyjum þar sem Einsi Kaldi er aðalhlutverki í mjög skemmtlegri útsetningu. Já, við erum ákveðnir í að hafa þetta létt og skemmtilegt,�?? sögðu þeir félagar sem segja má að séu á leið í þriðju bikarkeppni Eyjafólks þetta árið.
Karlakór Vestmannaeyja hefur átt ótrúlegu gengi að fagna frá því hann var stofnaður á vordögum 2015. �?ar hefur �?órhallur haldið á sprotanum af mikilli list og kryddað tónleika með skemmtilegum sögum. �?eir áttu snilldarinnkomu á Sjómannadaginn 2015 eftir aðeins þrjár æfingar og síðan hefur leiðin legið upp á við. Hafa komið fram í útvarpi og sjónvarpi, sungið á þjóðhátíð, komið fram á Eyjatónleikunum í Hörpunni og nú er það keppni um besta kór landsins þar sem þeir eiga alla möguleika á að ná langt.
�?hætt er að segja að verkefnið hafi kveikt hjá mönnum áhuga en töluvert hefur bæst í hópinn. Um leið er vert að benda á að æfingar kórsins eru á sunnudögum frá kl. 16:00 til 18:00 í sal Tónlistarskóla Vestmannaeyja og eru allir karlar velkomnir að koma og prófa. Orðið á götunni segir að margan söngfuglinn kýtli að taka þátt en láti ekki verða af því. Nú er tækifærið.