�?ann 19. ágúst sl. fór fram árlegt Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Eyjamaðurinn Hlynur Andrésson gerði sér lítið fyrir og sigraði í hálfmaraþoni á tímanum 1:09:08, sem er jafnframt þriðji besti árangur sem Íslendingur hefur náð í Reykjavíkurmaraþoninu í vegalengdinni. Blaðamaður ræddi við Hlyn á dögunum um þetta mikla afrek.
Aðspurður hvort hann væri ekki sáttur með tímann sagði Hlynur svo ekki vera og að hann ætti meira inni. �??Satt að segja þá var ég ekkert himinlifandi yfir tímanum sem ég hljóp, því að ég veit að ég get hlaupið töluvert hraðar. �?g hafði verið að berjast við veikindi stuttu fyrir hlaup og þau háðu mér víst svolítið á keppnisdag.�??
Ef þú ferð aðeins í gegnum hlaupið frá upphafi til enda, hvernig fannst þér það hafa verið? Gekk allt eftir plani? �?g byrjaði fremur hratt því að ég ætlaði að sjá hvort að ég gæti sótt að íslandsmetinu, en eftir fimm kílómetra fann ég að ég átti mun erfiðara með ad halda uppi hraðanum en venjulega. �?g vissi þar með að ég ætti fremur erfitt hlaup fyrir hendi en þó gerði ég nóg til þess að sigra,�?? segir Hlynur en samkvæmt honum er það afar misjafnt hversu lengi maður er að jafna sig eftir svona hlaup. �??�?ad fer alveg eftir því hversu mikið þú reynir á þig og á hvaða stigi þú ert sem hlaupari. En það er góð þumalputtaregla að taka einn dag í hvíld fyrir hverja þrjá kílómetra sem þú keppir, þannig að maður þarf sirka viku til að ná sér alveg eftir hálfmaraþon (21,1km).�??
�?egar talið barst að skóbúnaði segist Hlynur hlaupa flesta kílómetra sína í skóm frá Brooks. �??Aðallega týpurnar Glycerin og Ghost. Á keppnisdag þarf maður samt léttari skó og því var ég í Brooks Ravenna í Reykjavíkurmaraþoninu. Skór skipta mjög miklu máli, bæði upp á það að halda sér heilum og meiðslalausum og til þess að ná sem bestum árangri.�??
Langtímamarkmiðið �?lympíuleikar í Tókýó 2020
Hvað tekur núna við? �??Nú tekur við síðasta ár mitt í Bandaríkjunum þar sem ég mun klára meistaranám í frumeinda- og sameindalíffræði næsta vor og samtímis mun ég vera að keppa fyrir skólann minn í frjálsum og cross country (víðavangshlaupum),�?? segir Hlynur sem heldur ótrauður áfram í átt að markmiðum sínum. �??�?g var grátlega nálægt því að verða fyrsti Íslendingur til þess að hlaupa 5 km undir 14 mínútum í fyrra þegar ég hljóp 14:00.83, þannig að það væri gaman að ná því markmiði loksins. Svo er ég einnig ad vonast eftir að ná lágmarki á Evrópumeistaramótið í frjálsum sem verður haldið í Berlín í júlí á næsta ári. Langtíma markmiðið er samt enn þá �?lympíuleikarnir í Tókýó 2020,�?? segir Hlynur að lokum.