�?órhallur Barðason haltrar um á hækjum eftir að hafa fótbrotnað á frægum tónleikum í Brandinum í sumar. Hann lætur það þó ekki stoppa sig í að halda Ljóðleika í Einarsstofu í kvöld, fimmtudag klukkan 17.30. Hefur hann fengið öflugt lið með sér og kynnir hann m.a. ljóðabálkinn Frjáls ljóð sem hann gaf út í þremur bókum í sumar: ,,Bygging trjáhýsa í íslensku birki�?�, ,,Mar�?� og ,,Bleikir himnar�?�.
�?órhallur er söngvari og kennir söng við Tónlistarskólann. Auk þess sem hann stjórnar hinum geysivinsæla Karlakór Vestmannaeyja en �?órhallur hefur lítið haft sig í frammi sem söngvari en nú ætlar hann að bæta úr því.
Í listinni er �?órhallur því tvöfaldur í roðinu, syngur og yrkir. �??�?g byrjaði snemma að yrkja en fyrsta bókin, ,,�?egar Árni opnaði búrið�?� kom ekki út fyrr en 2004. Fékk hún góðar viðtökur,�?? segir �?órhallur um afrek sín sem rithöfundur og ljóðskáld. �?órhallur er baritón og hefur fjöldi nemenda notið leiðsagnar hans í Tónlistarskólanum, þar sem hann hóf störf í ársbyrjun 2015.
Hann kom að endurvakningu Karlakórsins og hefur verið stjórnandi hans síðan. Kórinn kom fyrst fram á skemmtun Sjómannadagsins á Stakkó og vakti strax mikla lukku. �??Hann var stofnaður í maí 2016 og höfðum við æft þrisvar áður en við komum fram í fyrsta skipti og gekk söngurinn bara ágætlega,�?? segir �?órhallur og brosir sínu ljúfasta. �??Við æfum að jafnaði einu sinni í viku og höfum verið að koma fram víða. Sjálfur hef ég tekið nokkur lög með kórnum og hef líka sungið hér við jarðarfarir, brúðkaup og í veislum.�??
�?órhallur er spenntur fyrir ljóðleikunum á morgun. �?ar mun hann ásamt séra Guðmundi Erni lesa upp úr eigin verkum, hljómsveitin Eldar ásamt Gísla Stefánssyni gítarleikara mun leika tónlist og �?órhallur og Karlakór Vestmannaeyja munu syngja. Hljómsveitin Eldar saman stendur af þeim Bigga Nielsen, �?óri �?lafs og Didda bassa. �??Munu ég og Guðmundur �?rn lesa upp úr bókum mínum við undirleik Elda og Gísla. Sjálfur tek ég svo lagið og ætla að bregða mér út fyrir þægindarammann og syngja djass og rokk.�??
Frítt er á ljóðleikana í Einarsstofu. �?órhallur verður með ljóðahefti sín til sölu eftir dagskrána og mun árita fyrir þá sem vilja.
Og Kári sér um kaffið.