Sæbjörg Logadóttir tekur þátt í 100 kílómetra hlaupi sem fer fram í Reykjavík á laugardaginn. Hlaupið hefst í Nauthólsvík og þátttakendur hlaupa fimm kílómetra hring tuttugu sinnum. Tuttugu manns eru skráðir í hlaupið, þar af þrjár konur og hver og einn hefur 13 tíma til að ljúka hlaupinu.
Sæbjörg er vel undirbúin fyrir hlaupið og býr yfir mikilli reynslu.