Dagana 24. – 25. ágúst næstkomandi fer fram Heimsmeistaramót WBFF í líkamsrækt en mótið fer fram í Toronto í Kanada. Alls taka átta Íslendingar þátt í mótinu, þar af þrír Eyjamenn en það eru þau Smári Harðarson, Anna María Halldórsdóttir og Eva Sveinsdóttir. Eva er búsett á höfuðborgarsvæðinu en þau Smári og Anna María kíktu við á ritstjórn Frétta og sögðu blaðamanni undan og ofan af mótinu.