Guðni opnaði fundinn með framsögu en hafði það á orði þegar fyrrum kollegi hans á Alþingi, Árni Johnsen, gekk inn í fundarsal að þar væri að minnsta kosti eitt öruggt atkvæði og vakti það mikla kátínu meðal fundargesta.
Ráðherra fór yfir störf ríkisstjórnar á kjörtímabilinu, sagði áherslur Framsóknarflokksins hafa verið atvinnumál og að í dag gætu allir þeir sem vildu, unnið. Hann benti á að skuldastaða ríkissjóðs hefði snarlagast í stjórnartíð Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins og sagði að ef skuldastaðan væri sú sama þegar flokkarnir tóku við stjórnartaumunum fyrir tólf árum, skuldaði ríkissjóður 240 milljarða í stað 27 eins og staðan væri í dag.
Varðandi samgöngur við Eyjar sagðist ráðherra sammála þeirri forgangsröð sem Eyjamenn hefðu sett upp. Jarðgöng væru klárlega besti kosturinn og Bakkafjara númer tvö.
Mikilvægt væri að klára þær rannsóknir sem eftir eru vegna ganga svo hægt sé að taka afstöðu og til að koma í veg fyrir að menn séu að kasta á milli sín kostnaðartölum sem skipta tugum milljarða.
Ráðherra sagðist vilja aðskilja núverandi samgöngur og framtíðarsamgöngur. Hann bætti því svo við að það væri ekki svo langsótt að nýr Herjólfur sigli hér á milli en bæjarstjórn, ríkisstjórn og samgönguyfirvöld þyrftu að ná saman. �?�?g tel að ekki sé svo ólíklegt að hægt sé að fá nýjan Herjólf strax. Mér finnst að það eigi að fá stóru skipafélögin, Eimskip og Samskip til að leita strax að öflugu skipi sem gæti tekið við af Herjólfi hið fyrsta,�? sagði Guðni.
Fjöldi fundarmanna tók til máls, bæði til að lesa yfir ráðherranum og til að beina spurningum til hans sem Guðni svaraði og komst vel frá fundinum.
Samgöngumál voru rædd og voru skiptar skoðanir um Bakkafjöru, hluti fundarmanna var algjörlega á móti höfn í Bakkafjöru en aðrir vildu drífa í framkvæmdum. Flestir voru þó sammála um að samstaða væri nauðsynleg og tók ráðherra undir þau orð.
Guðna var bent á þá óréttlátu skattlagningu sem birtist í háum flutningsgjöldum Herjólfs. Ráðherra sagðist ætla kanna málið og viðurkenndi að hafa ekki heyrt af því áður.
Málefni Skipalyftunnar voru einnig rædd og sagði Guðni að Árni Mathiesen, fjármálaráðherra væri að skoða málið gagnvart reglum Evrópusambandsins en Guðni benti jafnframt á að reglurnar væru sveigjanlegar og því þyrfti að finna viðeigandi lausn á málefnum Skipalyftunnar sem fyrst.
Guðni lokaði svo fundinum með því að biðla til Eyjamanna um stuðning í komandi prófkjöri. �?Mína bestu pólitísku ræðu flutti ég í afmæli Magnúsar Kristinssonar, vinar míns. Eftir það voru allir Eyjamenn framsóknarmenn í eina nótt. En svo rann af þeim og þeir sneru sér að íhaldinu aftur,�? sagði Guðni við mikil hlátursköll fundarmanna.
�?�?g bið hins vegar um stuðning ykkar til að vera ykkar ráðherra áfram. Gangi ykkur vel Eyjamenn,�? sagði ráðherra að lokum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst