Áfall að gera jafntefli
14. maí, 2007

�?Reyndar voru færin í dag þess eðlis að við hefðum ekki þurft góðan framherja en það er bara ekki öllum gefið að skora mörk.�?

En af hverju var liðið svona lengi í gang?

�?�?að er ekki gott að segja. Maður óttaðist þetta að þegar lið koma hingað sem við höfum ekki spilað gegn í nokkur ár að þá sé erfitt að rífa liðið upp. Svo var hugsanlega eitthvað stress í mannskapnum, fyrsti leikurinn og sumir að spila sinn fyrsta leik fyrir ÍBV.�?

Næsti leikur er svo gegn Reyni Sandgerði næstkomandi föstudag. Heimir segir ekkert annað en sigur koma til greina. �?�?að segir sig sjálft við þurfum að minnsta kosti að vinna alla okkar heimaleiki og úrslitin í dag þýðir að við verðum að ná í þessi tvö stig annarsstaðar. �?að gæti dugað okkur að vinna heimaleikina ef við ætlum upp og ég neita því ekki að úrslitin í dag eru bara áfall.�?

Verðum búnir að laga þetta fyrir næsta leik

�?Fyrirliði ÍBV í gær var Bjarni Hólm Aðalsteinsson en þeirri stöðu gegndi hann í fyrsta sinn. Bjarni fékk tvö úrvalsfæri eftir að hann færði sig framar á völlinn sem ekki nýttust en svo skoraði fyrirliðinn af miklu öryggi úr vítaspyrnu. Hann var hins vegar ekki sáttur í leikslok. �? Fyrri hálfleikur hjá okkur var ömurlegur, viðgerðum ekki það sem við áttum að gera og þetta var ekkert líkt okkur að spila svona. Við ætluðum að spila okkar bolta, senda í lappirnar og koma fyrirgjöfum fyrir markið en við gerðum allt annað en það. �?að vantaði líka kraft og dugnað. En í seinni hálfleik fórum við að berjast og gera þetta sem ein heild og það sáu það allir að við hefðum átt að vinna þetta lið. Við fengum einhver fimm eða sex dauðafæri en við eigum við þetta vandamál að stríða að geta ekki klárað færin. Sjálfur fékk ég tvo mjög góð færi og það var ömurlegt að nýta þau ekki. �?g held að Heimir þurfi bara að setja okkur á skotæfingu.�?

En eitt stig er betra en ekkert?

�?Já og ég segi nú bara sem betur fer náðum við að jafna metin. �?etta var bara lélegt hjá okkur og í rauninni ekkert meira um það að segja. Við eigum nóg inni og ég get lofað því að þetta verður komið í lag fyrir næsta leik,�? sagði fyrirliðinn að lokum.

No data was found
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst