Áfangaskýrsla afhent fulltrúa menntamálaráðherra
7. desember, 2006

Ari Guðmundsson verkfræðingur kynnti skýrslu VST um byggingar- og rekstrarkostnað TÍ. Lars Paulsson safnvörður hjá Tekniska Museet í Stokkhólmi hélt athyglisverðan fyrirlestur um starfsemi þess safns. Lars kom sérstaklega á þennan fund í boði undirbúningsnefndar TÍ, en mikilvægt er að kynna hugmyndina fyrir þjóðinni. Á kynningarfundinn mættu m.a. formaður Landssambands hugvitsmanna, fulltrúi Félags raungreinakennara, fulltrúi Samtaka iðnaðarins, forráðamenn Flóahrepps og margir áhugamenn.

Margir tóku til máls og lýstu flestir þeirri skoðun að nauðsynlegt væri að hefjast strax handa við stofnun og byggingu tæknisafns. Sýnt hefði verið fram á nauðsyn þess með óyggjandi hætti og áætlaður kostnaður ætti ekki að vera hindrun. Var undirbúningsnefndin kvött til að fylgja málinu fast eftir.

Miklar líkur eru nú á að undirbúningsnefndin njóti trausts og stuðnings Alþingis til að ráðast í næsta áfanga undirbúningsstarfsins. Helstu þættir þess starfs verða að afla sérfræðiálita varðandi nauðsyn tæknisafns fyrir menntun og varðveislu menningarverðmæta, en einnig verða mótaðar hugmyndir um aðlögun stofnunarinnar að menntakerfi og starfsemi annarra menningarstofnana og gerðar ítarlegri áætlanir um starfsemina. �?ess er nú vænst að fjölmiðlar rísi undir ábyrgð sinni við að kynna ástand þessara mála fyrir þjóðinni. �?að er svo hlutverk þjóðarinnar að vekja stjórnmálamenn til umhugsunar og framkvæmda.
�?jónustu- og upplýsingavefur Flóahrepps.

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst