Afkastageta verktakans við dýpkun er með öllu óásættanleg
Mynd/Björgun.is

Á fund Bæjarráðs í dag kom Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. og greindi frá stöðu undirbúnings félagsins á yffirtöku á rekstri Herjólfs og nýrrar Vestmannaeyjaferju.

Hann telur að félagið sé undir það búið að taka yfir rekstur Herjólfs þann 30. mars. Búið er að ganga frá ráðningarsamningum nær allra áhafna ferjunnar (skipstjóra, vélstjóra, stýrmanna og háseta), en enn er verið að vinna að vaktaplani fyrir afgreiðslufólk félagsins og þegar það liggur fyrir verða ráðningarsamningar kláraðir. Einnig kom fram í máli Guðbjarts Ellerts að búast megi við tæknilegum hnökrum einhverja daga í tengslum við yfirfærslu rekstursins til félagsins.

Mynd: Vegagerðin

Enn er eftir að ljúka samningum um ákveðin aukaverk
Bæjarstjóri fór yfir stöðuna á nýrri Vestmannaeyjaferju, fund með vegamálastjóra og dýpkun hafnarinnar. Á fundi með vegamálastjóra kom fram að enn er ákveðnum atriðium ólokið varðandi framkvæmdir á skipinu og enn er eftir að ljúka samningum um ákveðin aukaverk. Upplýsingar um afhendingu ferjunnar munu skýrast frekar síðar í þessari viku. Gefið hefur verið út að skipið verði tilbúið 29. mars nk. Dýpkun Landeyjarhafnar gengur hægar en vonir stóðu til. Bæjarstjóri hefur komið á framfæri að afkastageta verktakans við dýpkunina sé óásættanleg. Bæjarstjóri upplýsti um að von er á vegamálastjóra á fund bæjarstjórnar Vestmannaeyja í næstu viku.

Óásættanlegt
Bæjarráð lýsir óánægju með ekki sé enn búið að opna Landeyjarhöfn, þrátt fyrir að margir dagar hafi gefist til dýpkunar á undanförnum vikum. Afkastageta verktakans við dýpkun er með öllu óásættanleg og því miður sannast nú þær áhyggjur sem bæjarstjórn Vestmannaeyja hafði margbent á varðandi afkastagetuna.

Nýjustu fréttir

Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjarnar landa fyrir austan
Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.