Það blés ekki byrlega fyrir útgerð Hugins VE 55 þegar þeir fengu nýtt skip afhent. Það var smíðað í Chile og kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í júlí 2001. Gengi íslensku krónunnar hafði fallið þannig að forsendur fyrir kaupunum höfðu breyst en þeir gáfust ekki upp og eftir um vikustopp var haldið til veiða og eru þær ekki margar vikurnar sem skipið hefur legið aðgerðarlaust síðan. Þarna fór Guðmundur Huginn Guðmundsson, skipstjóri og útgerðarmaður fyrir fjölskyldu sinni sem þarna var að fá sitt fjórða skip með sama nafni.