Áforma miðsvæði undir hrauni
14. apríl, 2024
Uppgröfur
Svona gæti svæðið litið út í upphafi moksturs á um 700 þúsund rúmmetrum af hrauni. Samsett mynd/Eyjar.net

Á bæjarstjórnarfundi á fimmtudaginn sl. var framtíðaruppbygging og lóðaframboð til umfjöllunar. Um er að ræða 3,4 hektara svæði sem ætlað er til miðbæjarstarfsemi. 

Kanna hug íbúa með íbúakosningu

Stefnt verður að íbúakosningu samhliða næstu alþingiskosningum þar sem kannaður verður hugur íbúa hvort hefja skuli vinnu við að byggja upp þróunarsvæðið. 

Í gildandi aðalskipulagi er svæði – Nýja hraun þróunarsvæði (M2) – þar kemur m.a. fram að “Miðsvæði þar sem áformað er að byggja aftur upp á svæði sem fór undir hraun í gosinu 1973. Svæðið er merkt sem þróunarsvæði og verður unnið að því á skipulagstímabilinu að móta uppbyggingaráform frekar. Möguleikar til landmótunar eru opnir en í þeim getur falist að landið verði stallað á einhvern hátt og að eitthvað af efni yrði nýtt til efnistöku”. 
Í ljósi þess hversu takmarkað landsvæði sveitarfélagsins er þá er lagt til að kanna hug íbúa, hvort hefja skuli vinnu við að byggja upp þróunarsvæðið M2 (samkvæmt mynd) sem fór undir hraun í gosinu árið 1973 eða ekki. Íbúakosning verði framkvæmd samkvæmt reglugerð 0922/2023 og 60 gr. samþykktar Vestmannaeyjabæjar áður en lagt er af stað í skipulagsvinnuna en ekki á miðri leið eða að henni lokinni. 
Stefnt er að því að íbúakosningin fari fram samhliða næstu alþingiskosningum. 

Minnihlutinn ósáttur

Minnihlutinn var ósáttur við vinnubrögðin þar sem tillögurnar hafi aldrei komið fyrir augu bæjarfulltrúa né fengið umfjöllun í fagráðum bæjarins. 

Í ljósi þess að þær tillögur sem hér eru bornar fram hafa aldrei áður komið fyrir augu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og hafa ekki fengið umfjöllun í viðeigandi fagráði, óskum við eftir því að bæjarfulltrúar fái nánari kynningu á umræddum tillögum en að þeirri kynningu lokinni leggjumst við ekki gegn því að síðari tillagan fari í íbúakosningu. Leggjum við því til að málinu verði frestað til næsta fundar bæjarstjórnar. 

Samþykkt að fresta afgreiðslu málsins

Meirihluti H- og E- lista urðu við beiðni minnihlutans og var málinu frestað svo að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins nái að kynna sér málið betur. Eyþór Harðarson, oddviti minnihlutans fagnaði niðurstöðu á atkvæðagreiðslunni með tillögu Sjálfstæðisflokksins. „Ég held við séum öll sammála um það að við förum vandlega í gegnum þetta og afgreiðum á næsta bæjarstjórnarfundi.“

hraun-mynd-1068x601
Margir voru ósáttir við áform H-listans ári 2022 um að moka burt hrauninu. H-listinn lofaði íbúakosningu í kjölfarið.

https://eyjar.net/2022-05-07-ekki-moka-burt-hrauninu/

https://eyjar.net/2022-05-12-stadfest-afstoduleysi-um-hraunid/

https://eyjar.net/2022-05-13-nyja-hraunid-og-moguleikar-til-framtidar/

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst