Í tilefni nýrrar skýrslu Íslandsbanka um íslenska ferðaþjónustu bauð Íslandsbanki til hádegisfundar í Eldheimum í gær. Með útgáfu skýrslunnar vill Íslandsbanki leggja sitt af mörkum við að upplýsa stöðu ferðaþjónustunnar og gefa innsýn í þróun og horfur greinarinnar hverju sinni. �?etta er í fjórða sinn sem Íslandsbanki gefur út skýrsluna og að þessu sinni var einnig gerð viðamikil greining á rekstrarniðurstöðum íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. Bjarnólfur Lárusson, viðskiptastjóri í verslun og þjónustu og Elvar Orri Hreinsson, sérfræðingur í samskiptum og greiningu hjá Íslandsbanka kynntu skýrsluna. Hægt er að lesa skýrsluna á heimasíðu Íslandbanka.
Ísland er dýrasti áfangastaður heims
Skýrslan gaf því gaum að ferðaþjónustan muni á líðandi ári halda áfram að auka umfang sitt í hagkerfinu. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur krafist mikilla fjárfestinga sem hefur leitt til uppsprettu hagvaxtar og aukinnar atvinnu hér á landi. Bandaríkjamenn og Bretar vega þyngt í íslenskri ferðaþjónustu og eyða Bandaríkjamenn mest af þeim öllum. Íslandsbanki spáir um 570 ma.kr. gjaldeyristekna af ferðaþjónustu árið 2018. Komið var inná að gistiþjónusta á Suðurlandi væri að sækja í sig veðrið og þá má velta fyrir sér hvort gistiþjónusta í Vestmannaeyjum sé þar á meðal.
Airbnb er með rúmlega fjórðungshlutdeild á íslenska gistiþjónustumarkaðnum og allar tegundir gististaða eru að missa hlutdeild til airbnb sem hefur vaxið gríðarlega hratt.
Ísland er dýrasti áfangastaður heims og er verðlag hér 28% hærra en á hinum Norðurlöndunum að meðaltali. Við erum með eitt ósamkeppnishæfasta verðlag í heimi en hæfni vinnuafls metið það samkeppnishæfasta.
Pallaborðsumræður með ferðaþjónustuaðilum
Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka stýrði pallborðsumræður eftir kynningu á skýrslunni, um stöðu ferðaþjónustunnar og það sem framundan er. Í umræðunum tóku þátt, Berglind Sigmarsdóttir, eigandi Gott og formaður Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja, Bjarni Geir Bjarnason, eigandi Hótel Eyja og BGB ferðaþjónustu ehf, Hafdís Kristjánsdóttir, eigandi Tangans og Glamping and Camping og Elvar Orri Hreinsson, sérfræðingur hjá Íslandsbanka.
Bæta ímynd Vestmannaeyja og laga þann skaða sem þegar hefur orðið
Í pallaumræðunum kom Berglind meðal annars inná að í Vestmannaeyjum er ferðamannatímabilið aðeins í þrír til fjórir mánuðir á ári og benti á að skýrslan hefði sagt að 85% af ferðamönnum á Íslandi kæmu í gegnum flugfélögin Wow og Icelandair, en til Vestmannaeyja kæmu 85% af ferðamönnum okkar með Herjólfi, sem væri jafn framt okkar stærsti flöskuháls. Hún sagði jafnframt að mikill hugur væri í Ferðamálasamtökunum og fólk vær bjartsýnt. �?ar vilja menn bæta ímynd Vestmannaeyja og laga þann skaða sem þegar hefur orðið með ótraustum samgöngum. Hugmynd þeirra er að fá þjónustumiðstöð við Landeyjarhafnaveg þar sem afgreiðsla Herjólfs væri einnig og ná þannig tengingu við ferðamanni á Suðurlandi.
Hafdís sagði svekkjandi að sjá sumar tölur í skýrslunni sem sýna aukningu á gistingu hjá ferðamönnum yfir veturinn meðan að aukningin væri enginn hjá okkur. Hún sagðist samt sjá aukningu milli ára á tjaldsvæðinu og vera bjartsýn fyrir komandi tímum.
Bjarni Geir sagðist hafa samanburð frá Keflavík og það ekki vera sambærilegt ferðamannaiðnaðinum í Vestmannaeyjum. Allt árið væri nánast fullbókað í Keflavík en aðeins fjórir til fimm mánuði ársins í Eyjum. Hann sagðist einnig hafa haldið að airbnb yrði ekki stærsti samkeppnisaðilinn í Eyjum, en það væri samt staðreyndin. Hann kallar eftir umræðu um flug og flugsamgöngur til Eyja og segir að það geta stórbætt ástandið.
�?au voru öll sammála um að ljónið í veginum væri samgöngur en öll voru þau jákvæð og bjartsýn á framhaldið.