Herjólfur mun sigla upp í Landeyjahöfn nú síðdegis en brottför er klukkan 18:00 frá Eyjum og 20:30 frá Landeyjahöfn. Spáð er vaxandi vindi þegar líður á nóttina og gæti vindur náð allt að 18 metra vindhraða á sekúndu um miðjan dag á morgun. Þrátt fyrir það er áætlað að sigla fyrstu ferð morgundagsins samkvæmt áætlun til Landeyjahafnar en brottför er frá Eyjum klukkan 7:30.