�?að sést best á forsíðu blaðsins, þar sem talin eru upp afrek íhaldsins frá því í fyrravor.
Fyrir það fyrsta virðast Eyverjar ekki hafa getað grafið upp nógu mörg mál til að dekka þrjá dálka á forsíðunni hjá sér, svo þeir grípa til þess ráðs að tvítaka listann. Kannski eru þessi mál bara svo góð að ekki nægir að telja þau upp einu sinni. En hvað um það, jafnvel þótt listinn sé tvítekinn þynnist hann enn meira eftir því sem betur er skoðað. Meðal þess sem Eyverjar eigna íhaldinu er:
Sameining Barnaskóla og Hamarsskóla í Grunnskóla Vestmannaeyja. �?essi sameining var samþykkt á síðasta kjörtímabili og kemur núverandi meirihluta því lítið við.
Lagt grunn að eflingu háskóla- og rannsóknasamfélags í Eyjum. Enn ein nefndin! Íhaldið hefur stjórnað Rannsóknarsetrinu frá stofnun þess og því haft vel á annan áratug til að byggja það upp. �?ar hefur hinsvegar lítið gerst frá árinu 1992 þrátt fyrir margar skýrslur og nefndir. Erfitt er að sjá hvernig enn ein nefndin á að bæta þar úr, en guð láti á gott vita.
Opnað nýjan Sóla. Ákvörðun um byggingu nýs Sóla var tekin á síðasta kjörtímabili og fyrsta skóflustungan tekin árið 2005. Íhaldið afrekaði því að klippa á borðann. Júbbdídú.
Lagt grunn að 3ja stjörnu tjaldstæði. Aftur eru þeir að klára vinnu sem fór að mestu fram á síðasta kjörtímabili.
Tekið afgerandi frumkvæði í samgöngumálum. �?að er ekkert afgerandi við framgang íhaldsins. Allt gengur út á að styggja hvorki Sturlu né Johnsen og Kristinsson. �?ví hefur vinna íhaldsins einkennst af hálfkveðnum vísum og innantómum ályktunum.
�?að má vel vera að stórum hluta Eyjamanna þykji þessi stöðnun í bænum í lagi, þar sem íhaldið getur jú ekki gert neitt rangt. Við hin hljótum að velta fyrir okkur hvernig okkur á mögulega að takast að snúa vörn í sókn með meirihluta sem hefur á aðeins 10 mánuðum:
Staðið fyrir stórhækkunum á gjöldum á íbúa, svo sem sorphirðugjöldum ofl.
Stungið í eigin vasa lækkun ríkisins á virðisauka á matvæli með því að lækka ekki mat til barna og eldri borgara.
Hafnað því að eyða biðlistum eftir leikskólaplássi með því að nýta það svigrúm sem varð við sameiningu Rauðagerðis og Sóla.
Svikið eigin kosningaloforð með því að fara í uppsagnir á söfnum bæjarins.
Sýnt algeran skort á atvinnustefnu. Einu merkin um einhverja stefnu í atvinnumálum eru að setja tugi, ef ekki hundruði milljóna í knattspyrnuhús og hverjum gagnast það ef verktaki ofan af landi verður með lægsta boðið?
�?á er mikið talað um jákvæðar fréttir frá Eyjum. Vissulega hefur bæjarstjórinn okkar tekið sér Árna Sigfússon til fyrirmyndar og verið duglegur við að koma jákvæðum fréttum í fjölmiðla. En munurinn er sá að Árni hefur bakkað upp orðin með aðgerðum. Og á því sviði er Elliði enginn Árni.
Stjórnmál og samfélag
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst