Ágóðanum ráðstafað 27 árum síðar
6. júlí, 2007

Gylfi Júlíusson þáverandi vegaverkstjóri hafði frumkvæði að útgáfunni og valdi hann með sér menn sem hann taldi gagnlega verkefninu. �?að voru þeir Sigþór Sigurðsson, símaverkstjóri, sem þekkti afar vel til svæðisins alls frá starfi sínu, Jón Valmundsson brúarsmiður sem einnig hafði starfað um alla sýsluna, Björgvin Salómonsson skólastjóri sem valinn var vegna ritfærni og Guðmundur Elíasson en frændi hans átti prentsmiðju.
Bæklingurinn kom út fyrir verslunarmannahelgina 1980 og tóku þeir útgefendur sér stöðu við Jökulsá á Sólheimasandi og við Súlu á Skeiðarársandi og afhentu öllum ferðamönnum sem komu inn í sýsluna um þá helgi eintak af bæklingnum. Einnig var bæklingurinn seldur í verslunum og á bensínstöðvum á svæðinu.

Að öllum líkindum er hér um að ræða fyrsta ferðamannabæklinginn með þessu sniði sem gefinn hefur verið út á Íslandi og er framtak Gylfa og félaga því merkilegt.

Einhver hagnaður varð af útgáfunni og tók það þá félaga 27 ár að ákveða hvernig verja skyldi hagnaðinum. Í lok apríl sl. boðuðu þeir fulltrúa Byggðasafnsins í Skógum, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps á sinn fund á veitingahúsið Ströndina í Vík. �?ar afhentu þeir þessum fulltrúum myndir feðganna Vigfúsar Sigfússonar og Gunnars G. Vigfússonar frá heimsóknum forsetanna Sveins Björnssonar (1944), Ásgeirs Ásgeirssonar (1956) og �?lafs Ragnars Grímssonar (1998) í sýsluna.

Um er að ræða 380 myndir og búið er að nafngreina nánast allar persónur sem sjást á myndunum. Möppur með myndunum liggja frammi í Byggðasafninu í Skógum og sveitarfélögin munu nýta sér myndirnar á ýmsa vegu.

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst