Eins og flestir vita þá getur lífið verið hverfult og stundum þunn lína á milli þess þegar maður liggur í fullkomnu öryggi í faðmi einhvers sem maður elskar út í vandræðalega augnablikið þegar tvær manneskjur kveðjast eftir skyndikynni.
Ef það er eitthvað sem flestir smáborgarar hafa áhuga á, þá er það hverjir eru með hverjum og hverjir eru komnir út á makamarkaðinn eins og hann er stundum kallaður.
Sumir kjósa að vera einir á meðan aðrir troða marvaða í hinni eilífu leit af ást sem getur verið erfitt í smábæ eins og Vestmannaeyjum.
Til að gera hlutina auðveldari fyrir þá sem eru orðin þreytt á leitinni, þá ætla ég að kynna í þetta skiptið lista yfir topp tíu heitustu piparsveina Vestmannaeyja.
Og nú verður talið niður á næstu klukktímum.