Elliði Vignisson, bæjarstjóri hélt kröftuga ræðu við afhendinguna á Fréttapýramídanum sem fór fram á miðvikudaginn. Elliði sneri spjótum sínum m.a. að því umhverfi sem sjávarútvegsfyrirtækjum er búið og segir opinbera einkaaðila leggja áherslu að viðhalda ógeðfelldri mynd arðræningja og kvótabraskara. Þessi neikvæða ímynd hefur síðan stutt Alþingi í að beita sértækum skatti og álögum á þessa atvinnugrein sem sveitarfélög á landsbyggðinni lifa á.