Áhugaverður fyrirlestur í kvöld
6. maí, 2014
Í kvöld, þriðjudag verður haldinn áhugaverður fyrirlestur á vegum Stjörnufræðifélags Vestmannaeyja. Sævar Helgi Bragason mun þá fjalla um geimflaugar, stjörnustöðin á Hótel Rangá og fleira en fyrirlesturinn hefst klukkan 20:00. �??Einnig verður sýning á þeim munum sem félagið hefur fest kaup á til að nota við að vekja áhuga meðal skólabarna sem og bæjarbúa, hinn svokallaði �??Dótakassi�?? sem inniheldur t.d. líkan af Tunglinu og Mars, loftsteinum og fleiru sem við erum að safna. �?tlunin er að fara með þetta í skólana til að sýna krökkunum og efla með því áhuga þeirra á stjörnufræði og raunvísindum. �?essir munir voru keyptir fyrir styrk sem félagið fékk frá Sparisjóði Vestmannaeyja um jólin,�?? segir í tilkynningu frá Stjörnufræðifélaginu.
Aðalfundur félagsins verður haldinn á undan fyrirlestrinum og hefst klukkan 19:15.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst