Líklega hafa fáir viðburðir kallað fram jafn miklar umræður innanbæjar, sem utan- en þjóðhátíð Vestmannaeyja. Umræðan hefur oft verið neikvæð, menn gagnrýnt skipulag og framkvæmd hátíðarinnar og stundum hefur gagnrýnin verið óvægin. Páll Scheving Ingvarsson, formaður þjóðhátíðarnefndar og Tryggvi Már Sæmundsson framkvæmdastjóri ÍBV-íþróttafélags og í þjóðhátíðarnefnd, tilkynntu það á sunnudagskvöld þjóðhátíðarinnar að þeir hefðu stýrt sinni síðustu þjóðhátíð en Birgir Guðjónsson er þriðji maðurinn í nefndinni. Þeir Páll og Tryggvi settust niður með Júlíusi Ingasyni og fóru yfir ástæður þess að þeir eru hættir.