Þann 27. nóvember næstkomandi mun þjóðin kjósa fulltrúa á stjórnlagaþing. Um persónukjör er að ræða og er landið eitt kjördæmi. Kjósendur þurfa ekki að merkja við fleiri en einn frambjóðanda á sínum kjörseðli en geta þó nýtt atkvæði sín til fulls og raðað 25 frambjóðendum á seðilinn.
Ég hef boðið mig fram til setu á stjórnlagaþingi og vonast eftir tækifæri til að koma að mótun nýrrar íslenskrar stjórnarskrár.