Íslandsmótið í holukeppni verður haldið í Vestmannaeyjum um helgina, byrjar á föstudag og lýkur á sunnudaginn. Riðlakeppnin fer öll fram á föstudaginn þar sem leiknar verða þrjár umferðir og hver leikur er 13 holur í holukeppni. Ákvörðun um að leika 13 holur í stað 18 er umdeild en hana má rekja til þess að fyrir fjórum vikum kom í ljós að nokkrar holur á golfvellinum í Eyjum eru ekki í nógu góðu standi að mati Golfssambands Íslands.
�??Ákvörðun um að halda Íslandsmótið í holukeppni í Vestmannaeyjum var tekin í nóvember á síðasta ári. Svo kemur í ljós fyrir um fjórum vikum síðan að flatir á nokkrum holum eru ekki nógu góðar. �?á stóðu menn frammi fyrir erfiðri ákvörðun þar sem enginn kostur var góður. Niðurstaðan var að halda sig við fyrri ákvörðun,�?? sagði Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri Golfsambandsins í samtali við Eyjafréttir.
Hann sagði að í raun hafi ekki annað komið til greina. �??�?etta var mikið rætt en það er ekki auðvelt að færa svona mót og fólk búið að gera ráðstafanir með gistingu og fleira. �?að var því ákveðið að spila með þessu móti þetta árið hvað svo verður í framtíðinni. En skoðanir eru vissulega skiptar þar sem menn eru bæði jákvæðir og neikvæðir gagnvart þessu.�??
Í riðlakeppninni á föstudaginn verða leiknar 13 holur. Átta manna úrslit fara fram fyrir hádegi á laugardaginn þar sem leiknar verða 13 holur í holukeppni. Undanúrslit eða fjögurra manna úrslit fara fram eftir hádegi þar sem leiknar verða 26 holur í holukeppni.
�?rslitaleikirnir og leikirnir um þriðja sætið fara fram fyrir hádegi sunnudaginn 25. júní þar sem leiknar verða 26 holur í holukeppni.
Samkvæmt reglugerð um mótið hafa 32 stigahæstu kylfingar í karlaflokki og 24 stigahæstu kylfingar í kvennaflokki rétt til þátttöku. Að auki hafa þátttökurétt Íslandsmeistarar í holukeppni 2016, þrír efstu Íslendingarnir á heimslista atvinnumanna og þrír efstu Íslendingarnir á heimslista áhugamanna 14 dögum áður en mótið hefst. Ef ekki er full skráning í öðrum hvorum flokknum, geta kylfingar skráð sig til þátttöku án stiga og raðast þeir inn í mótið eftir forgjöf í samræmi við reglugerð um stigamót.