Markvörður knattspyrnuliðs ÍBV, Albert Sævarsson skrifaði nú í morgun undir árs framlengingu á samningi sínum hjá félaginu. Albert verður því væntanlega á sínum stað á milli stanganna hjá ÍBV næsta sumar en Albert hefur leikið með liðinu síðustu tvö tímabil. Albert þótti standa sig afburða vel í sumar og var af mörgum talinn einn besti markvörður Íslandsmótsins í sumar.