Albert Sævarsson býst við að taka eitt tímabil í viðbót
28. september, 2010
Albert Sævarsson, markvörður ÍBV, býst við að leika áfram með Eyjamönnum næsta sumar. „Ég býst við að halda áfram. Ég ætla að fá skrokkinn í lag og sjá svo til, sagði Albert en hann hefur verið að glíma við meiðsli. „Ég er búinn að vera handónýtur í allt sumar. Ég fór í liðþófaaðgerð og er ekki búinn að ná að jafna mig.”