Albert Sævarsson, markvörður ÍBV skoraði sigurmark Eyjamanna gegn Selfossi í kvöld þegar hann brá sér í hlutverk vítaskyttunnar. Alberti urðu ekki á nein mistök, skoraði af geysilegu öryggi og heldur voninni því lifandi um Íslandsmeistaratitilinn. Lokatölur á Selfossvelli urðu 0:2 en Þórarinn Ingi Valdimarsson skoraði fyrra markið. En það sem verra er, Breiðablik vann KR á útivelli 1:3 og halda því efsta sætinu þegar aðeins tvær umferðir eru eftir.