12. nóvember næstkomandi eru fimm ár síðan vefurinn www.heimaslod.is var formlega opnaður. Hugmyndafræði vefsins byggir á Wikipedia alfræðiorðabókinni og má segja að Heimaslóð sé Alfræðisafn Vestmannaeyja sem sérhæfir sig í upplýsingum um Vestmannaeyjar og Vestmannaeyinga. Nú þegar eru komnar yfir 3.800 greinar um fólk, náttúru og sögu Eyjanna. Í tilefni afmælisins verður myndasýning á yfir 25 þúsund myndum sem eru á Heimaslóð en myndunum verður varpað á gafl Salthúss Ísfélagsins. Þá verða einnig uppákomur á Hraunbúðum og 5 ára deild Kirkjugerðis.