Í fréttatilkynningu frá Eimskip kemur fram að unnið sé að viðgerð á skipinu. Sigla átti í morgun en skipið bilaði þegar halda átti úr höfn og því verða frekari seinkanir. Í tilkynningunni kemur fram að um leið og skipið kemst í gang, þá sigli skipið allar fimm ferðir dagsins í einum rikk.