�?riðji leikur hjá strákunum er á morgun, föstudag kl. 18.15. Síðasti leikur bauð upp á allt sem góður handbolti hefur upp á að bjóða nema að sjálfsögðu úrslitin. Nú erum við komnir með bakið upp að vegg og ekkert annað en sigur dugir til að komast áfram. Við verðum með rútu sem tekur við farþegum úr 13.30 ferðinni frá Vestmannaeyjum og skilar í ferðina kl. 22.00 í Landeyjarhöfn. �?að eru um 20 sæti eftir í rútuna og verða þau seld á aðeins 2000kr.
Herjólfur ætlar svo að bjóða 150 stuðningsmönnum frítt í Herjólf. �?eir sem hafa áhuga á að fara með rútunni geta skráð sig hjá Karli Haraldssyni haraldsson.karl@gmail.com eða síma: 6981475.
Allir á Ásvelli, áfram ÍBV