�??Stemmningin var frábær og er eftir henni tekið víða. �?að voru margir sem fylgdust með leiknum á netinu og sáu okkar frábæru stuðningsmenn í miklum ham með Hvítu riddarana í aðalhlutverki. Um leikinn er það að segja að við fengum þrjú tækifæri til að klára þetta í venjulegum leiktíma og jafngott lið og Haukarnir eru refsar miskunarlaust þegar svoleiðis færi eru ekki nýtt,�?? sagði Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV eftir leikinn gegn Haukum á mánudaginn þar sem eitt marki skildi að eftir tvær framlengingar.
�??Haukar eru lið sem allir vilja vinna og það ætluðum við okkur svo sannarlega að gera en þetta var leikur sem bauð upp á flottan handbolta í bland við mistök, rauð spjöld og mikla dramatík,�?? bætti Arnar við en það var enginn uppgjafatónn í honum þó á brattan sé að sækja á útivelli. �??Við misstum af tækifæri á heimavelli og erum komnir með bakið upp að vegg. En við förum í leikinn á föstudaginn til að vinna.�??
Arnar segir að hefðin sé vissulega Haukamegin sem níu sinnum hafa orðið meistarar frá aldamótum. ÍBV tókst að höggva skarð í þann vegg árið 2014 í einu eftirminnilegasta einvígi um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta frá upphafi. �??Við erum að fara að spila við alvöru lið og stráka sem þekkja það að vinna titla. En ég hef fulla trú á mínum mönnum og við ætlum að snúa dæminu við í dag. Fá fjórða leikinn og spila hér fyrir fullu húsi og ég veit að margir Eyjamenn mæta á Ásvelli til að hvetja okkur til sigurs.�??
Kári Kristján Kristjánsson verður í banni í leiknum og ekki er komið í ljós hvað meiðsli Magnúsar Stefánssonar eru alvarleg en hann meiddist á mánudaginn.