Til að hafa áhrif þarf að taka þátt. Á lista Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum er fjölbreyttur hópur fólks sem býður fram krafta sína til bæjarmálanna. Öll höfum við eitthvað fram að færa og bætum hvert annað upp. Við tilheyrum fjölskyldum, eignumst vini og samstarfsfólk og veljum okkur leiðir í lífinu sem samtvinnast lífi annars fólks sem hefur svipaða eða sömu lífssýn og við. Út á þetta gengur nánast allt sem við gerum.