Samkvæmt tölum frá ISAVIA voru sjúkraflug frá Vestmannaeyjum 108 á síðasta ári. Auk þess voru sjúklingar sóttir nokkrum sinnum með þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar ekki var hægt að lenda í Vestmannaeyjum vegna veðurs.
Mýflug er staðsett á Akureyri og náði 108 sinnum í sjúklinga sem fluttir voru á sjúkrahús í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni var fyrsta flug þyrlu eftir sjúklingi til Vestmannaeyja á síðasta ári 22. janúar og er engin skilgreind ástæða. Næst var það 28. mars en þá voru veðuraðstæður slæmar. �?ann 11. október komst Mýflug ekki vegna skyggnis í Eyjum. �?ann 15. nóvember var óskað eftir þyrlu en ekki var farið vegna óveðurs og að líðan sjúklingsins batnaði.
�?ann 26. nóvember flutti þyrla hitakassa vegna nýbura og heilbrigðisstarfsmenn til Eyja. Flugvél Mýflugs gat því flogið beint til Eyja frá Akureyri. Nýburinn og heilbrigðisstarfsmenn fóru til Reykjavíkur með sjúkraflugvél Mýflugs en foreldrarnir með þyrlunni.
Síðasta útkall ársins var svo 27. desember, að þyrla LHG sótti sjúkling til Eyja en mikið hvassviðri þýddi að flugvél Mýflugs gat ekki lent hér.
Styrmir Sigurðsson sem er yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur í mörg horn að líta því sjúkraflutningum fjölgaði umtalsvert milli áranna 2015 og 2016. �?að á líka við Vestmannaeyjar þar sem sjúkraflutningum fjölgaði úr 420 árið 2015 í 476 á síðasta ári og er fjölgunin 13% milli ára en sé litið aftur til ársins 2011 hefur sjúkraflutningum fjölgað um 72% í Eyjum.
Á Suðurlandi öllu voru 3707 sjúkraflutningar á síðasta ári og 3308 á árinu 2015 og er fjölgunin 12% á milli ára en 66,3% frá árinu 2011.