Á sunnudaginn kom til Eyja rúmlega 100 manna hópur á vegum utanríkisráðuneytisins. Stærsti hlutinn voru sendiherrar erlendra ríkja gagnvart Íslandi auk fleiri fulltrúa. Flestir þeirra eru búsettir í nágrannalöndum, einkum Osló, Kaupmannahöfn og sumir í Stokkhólmi og London og með sendiráð þar en eru jafnframt sendiherrar gagnvart Íslandi. Einnig voru með í för þeir sendiherrar erlendra ríkja sem eru með sín sendiráð í Reykjavík. Fyrir hópnum fóru Stefán Haukur Jóhannesson, ráðuneytisstjóri og Gunnar Pálsson, prótókollsstjóri ráðuneytisins.
�??Sendiherrarnir eru staddir hér á landi þessa dagana vegna 17. júní – en venjan er að fulltrúum erlendra ríkja, sendiherrum er boðið að taka þátt í hátíðarhöldunum á Austurvelli,�?? sagði Stefán Haukur. �??Utanríkisráðuneytið hefur um nokkurt skeið boðið þessum gestum í skoðunarferð daginn eftir, eitthvað út fyrir Reykjavík. Í þetta sinnið var farið til Eyja.�??
Hópurinn kom um morguninn og fór í skoðunarferð um Heimaey í rútu, bátsferð og á söfn. Í hádeginu var snætt í Höllinni og um kvöldið var hátíðarkvöldverður í Eldheimum. �?ar ávarpaði Hildur Sólveig Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar gesti. Stefán Haukur sagði aðeins frá uppvextinum í Eyjum þar sem Surtseyjargosið 1963 og Heimaeyjargosið 1973 voru miklir áhrifavaldar.
Sindri Freyr Guðjónsson, flutti lagið sitt, Way I�??m feeling, sem slegið hefur í gegn á Spotify og er komið með yfir milljón spilanir. Auk þess skipulagði hann móttöku gestanna.
Svo var komið að þætti Jarls Sigurgeirssonar sem mætti með sína rödd, gítar og tölvu. Hann var fljótur að koma stuði í mannskapinn sem eitt og sér er nokkuð afrek eins blandaður og hópurinn var. Í lokin voru flestir komnir upp á stóla og Jarl rétt að hitna en þá varð að hætta leik því komið var að brottför.
�?au sem Eyjafréttir ræddu við voru á einum rómi um að ferðin til Vestmannaeyja hefði heppnast vel, allt skipulag og móttökur verið til fyrirmyndar og matur og þjónusta hjá Einsa Kalda sló í gegn svo um munaði.
Gestirnir voru m.a frá Bangladesh, Kýpur, Kína, Japan, Hollandi, Kýpur, ýmsum Afríkuríkjum, Suður Ameríku ofl. ofl. Alls voru þetta 47 lönd sem áttu fulltrúa í hópnum, erlendir þátttakendur um 77 manns.
Til að kynna land og þjóð
�??Tilgangurinn með svona ferðum er að kynna betur land og þjóð fyrir þessum erlendu sendierindrekum,�?? sagði Stefán Haukur. �??Við viljum að þeir fái tækifæri til að upplifa eitthvað annað en höfuðborgarsvæðið og hitta okkur á fundum. Með þessu fá þau allt aðra sýn á landið okkar og fólkið sem hér býr. �?annig skapast allt önnur tengsl og dýpri skilningur á landi og þjóð. �?essi ferð tókst einstaklega vel og voru okkar ágætu gestir himinlifandi með móttökurnar og fannst saga okkar og náttúra afar áhrifamikil. Og fyrir mig sem Eyjapeyja er það auðvitað einstaklega skemmtilegt að fá tækifæri til að kynna fyrir mínum erlendu kollegum þann stað sem mér er kærastur. �??