Harkaleg átök í eigendahópi Vinnslustöðvarinnar, VSV birtust ljóslega á aðalfundi félagsins á dögunum, bæði í stjórnarkjöri og afgreiðslu mála. Þar áttust annars vegar við heimamenn sem ráða um tveimur þriðju hluta í félaginu og hins vegar bræðurnir frá Rifi, Guðmundur og Hjálmar Kristjánssynir. Þeir fara með um þriðjungshlut í félaginu, aðallega gegnum Stillu útgerð ehf., stærsta einstaka hluthafann með tæplega 25,8% hlut.