Nú styttist í leik ÍBV og Saint Patrick’s Athletic sem hefst klukkan 18:00 í dag á Vodafonevellinum í Reykjavík. Völlurinn og aðstaðan sem Valsmenn búa yfir er í einu orði sagt stórglæsileg og ekki skrítið að Eyjamenn vilji spila leikinn hér. Völlurinn sjálfur skartar líka sínu fegursta og hafa vellarverðir varla undan að vökva hann því sól og hiti gerir það að verkum að grasið er við það að skrælna.