Í kvöld klukkan 20.00 leikur ÍBV fyrsta leik sinn í Íslandsmótinu í knattspyrnu sumarið 2010. Liðið sækir þá Fram heim á þjóðarleikvanginn í Laugardal en leikurinn verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Þrír leikmenn ÍBV eru meiddir og öruggt að tveir þeirra taka ekki þátt í leiknum. Það eru þeir Viðar Örn Kjartansson, sem sleit krossband í hné undir lok síðasta tímabils og Arnór Eyvar Ólafsson er meiddur í ökkla. Þá er Tonny Mawejje tæpur en hann meiddist illa á hné fyrir nokkrum vikum en sjálfur segist hann geta spilað.