Bæjarráð kom saman síðastliðinn föstudag vegna stöðunnar sem upp er komin vegna afhendingar á rafmagni til Vestmannaeyja. Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðunni eftir að bilun kom upp og rafmagnslaust var í Eyjum í byrjun vikunnar. Bæjarstjóri hefur haldið bæjarráði upplýstu frá því að málið kom upp. Nú er ljóst að bilun varð á Vestmannaeyjastreng 3 (VM3) til Eyja u.þ.b. 1 kílómetra frá landi. Rafmagn til Vestmannaeyja er núna flutt um Vestmannaeyjastreng 1 (VM1) og varaaflsvélar HS-veitna og færanlegar varaflsvélar frá Landsneti sem eru staðsettar í Eyjum sjá um raforkuþörf þangan til að viðgerð verður lokið á Vestmannaeyjarstreng 3. Ekki er komin tímasetning frá Landsneti á því hvenær viðgerð geti hafist og hve lengi hún mun standa yfir.
Bæjarstjóri hefur verið í samskiptum við Landsnet, HS veitur, ráðherra og þingmenn um ástandið og viðbrögð. Einnig hefur almannavarnanefnd Vestmannaeyja, sem bæjarstjóri og framkvæmdastjóri umhverfis-og framkvæmdarsvis sitja í, fundað 4 sinnum síðan á þriðjudag og er í daglegum samskiptum við Landsnet.
Framkvæmdastjórn HS veitna mun koma til Vestmannaeyja á næstu dögum til að funda með bæjaryfirvöldum.
Bæjarráð leggur áherslu á í niðurstöðu sinni að nægt rafmagn verði tryggt í Vestmannaeyjum á meðan viðgerð á VM3 stendur yfir. Framundan er loðnuvertíð sem er mjög mikilvæg bæði fyrir Vestmannaeyjar og um leið þjóðarbúið allt. Nauðsynlegt er að nægilega margar varaaflsstöðvar verði í Vestmannaeyjum meðan þetta ástand varir. Bæjarráð leggur jafnframt áherslu á lagningu Vestmannaeyjastrengs 4 (VM4) verði flýtt og farið í þá framkvæmd eins fljótt og auðið er til þess að tryggja afhendingaröryggi rafmagns til Vestmannaeyja til framtíðar.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.