Almannavarnanefnd Vestmannaeyja hefur fundað reglulega vegna stöðunnar í rafmagnsmálum
8. febrúar, 2023

Bæjarráð kom saman síðastliðinn föstudag vegna stöðunnar sem upp er komin vegna afhendingar á rafmagni til Vestmannaeyja. Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðunni eftir að bilun kom upp og rafmagnslaust var í Eyjum í byrjun vikunnar. Bæjarstjóri hefur haldið bæjarráði upplýstu frá því að málið kom upp. Nú er ljóst að bilun varð á Vestmannaeyjastreng 3 (VM3) til Eyja u.þ.b. 1 kílómetra frá landi. Rafmagn til Vestmannaeyja er núna flutt um Vestmannaeyjastreng 1 (VM1) og varaaflsvélar HS-veitna og færanlegar varaflsvélar frá Landsneti sem eru staðsettar í Eyjum sjá um raforkuþörf þangan til að viðgerð verður lokið á Vestmannaeyjarstreng 3. Ekki er komin tímasetning frá Landsneti á því hvenær viðgerð geti hafist og hve lengi hún mun standa yfir.
Bæjarstjóri hefur verið í samskiptum við Landsnet, HS veitur, ráðherra og þingmenn um ástandið og viðbrögð. Einnig hefur almannavarnanefnd Vestmannaeyja, sem bæjarstjóri og framkvæmdastjóri umhverfis-og framkvæmdarsvis sitja í, fundað 4 sinnum síðan á þriðjudag og er í daglegum samskiptum við Landsnet.

Framkvæmdastjórn HS veitna mun koma til Vestmannaeyja á næstu dögum til að funda með bæjaryfirvöldum.

Bæjarráð leggur áherslu á í niðurstöðu sinni að nægt rafmagn verði tryggt í Vestmannaeyjum á meðan viðgerð á VM3 stendur yfir. Framundan er loðnuvertíð sem er mjög mikilvæg bæði fyrir Vestmannaeyjar og um leið þjóðarbúið allt. Nauðsynlegt er að nægilega margar varaaflsstöðvar verði í Vestmannaeyjum meðan þetta ástand varir. Bæjarráð leggur jafnframt áherslu á lagningu Vestmannaeyjastrengs 4 (VM4) verði flýtt og farið í þá framkvæmd eins fljótt og auðið er til þess að tryggja afhendingaröryggi rafmagns til Vestmannaeyja til framtíðar.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.