Fyrsta karatemótinu sem haldið hefur verið í Eyjum lauk í dag í Íþróttamiðstöðinni. Alls tóku um 130 manns þátt í mótinu, keppendur, dómarar og aðstoðarmenn en í gær var keppt í fullorðinsflokki og í dag, sunnudag var keppt í barna- og unglingaflokki. Mótið er hluti af mótaröð Karatesambandsins en Karatefélag Vestmannaeyja sá um skipulagningu mótsins um helgina. Almenn ánægja var með mótshaldið, sem gekk vonum framar og ljóst að fleiri karatemót verða haldin í Eyjum í framtíðinni.
Fimm þátttakendur tóku þátt fyrir hönd Karatefélags Vestmannaeyja. Bestum árangri náði Arnar Júlíusson sem náði í bronsverðlaun í kata flokki 16 til 17 ára. �?á endaði Mikael Magnússon í sjöunda sæti í fjölmennum flokki 12 til 13 ára í kata og sömu sögu er að segja af �?órarni Sigurði Jóhannssyni, sem keppti í flokki 14 til 15 ára. Daníel Orri �?orgeirsson og Willum Pétur Andersen kepptu einnig í mótinu, Daníel Orri í kata og Willum Pétur í kumite en þeir komust ekki áfram úr fyrstu umferð. Arnar og Willum kepptu einnig í fullorðinsmótinu en unnu ekki til verðlauna þar.